ÍA tapaði naumlega gegn Fjölni í gærkvöldi á heimavelli í 1. deild karla í körfuknattleik.
Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð og situr ÍA í næst neðsta sæti deildarinnar.
Skagamenn voru einu stigi undir, 74-73, þegar þeir fóru af stað í lokasókn leiksins.
Þar fengu leikmenn ÍA nokkur tækifæri til þess að koma boltanum ofaní körfuna og tryggja þar með sigurinn – en því miður gengu þær tilraunir ekki upp.
Hér fyrir neðan er upptaka frá leiknum frá ÍATV.
Marko Jurka var stighæstur í liði ÍA með 20 stig og hann tók einnig 11 fráköst. Jalen David Dupree var með 17 stig og 12 fráköst, Anders Gabriel Adersteg skoraði 19 stig og tók 9 fráköst. Lucien Christoffs gaf 10 stoðsendingar og skoraði 11 stig.