Ertu klár í myndatöku? – Svona var stemningin á Þorrablóti Skagamanna 2020

Það er ríkir mikil tilhlökkun á Akranesi fyrir Þorrablót Skagamanna sem fram fer í kvöld í fyrsta sinn í „raunheimum“ frá árinu 2020. 

Miðasalan hefur gengið vonum framar og er uppselt á viðburðinn. 

Þeir sem hafa ekki tryggt sér miða á Þorrablótið geta keypt miða á Tix.is og fylgst með í beinni útsendingu á netinu – og með miðanum fylgir aðgangur á ballið sem hefst kl. 22. Streymið opnast kl. 18:00. 

Smelltu hér til að kaupa miða á streymið – og miða á ballið. 

 

Gestir Þorrablótsins geta líkt og á fyrri blótum búið til góðar minningar hjá ljósmyndara á vegum Skagafrétta sem tekur á móti gestum áður en borðhald hefst. 

Skagafréttir hafa frá árinu 2018 tekið myndir af gestum blótsins og í ár að þessu sinni er það Daníel Þór Ágústsson frá Blik Studio sem tekur myndirnar. Daníel rekur ljósmyndastofu hér í bænum – nánar hér

Hér fyrir neðan eru myndir frá Þorrablótinu árið 2020.
Gunnhildur Hansdóttir tók myndirnar. 

Smelltu hér til að skoða safnið frá árinu 2020 á ljósmyndavef Skagafrétta.