Grenndarstöð í Jörundarholti verður ekki sett upp og fær nýja staðsetningu

Akraneskaupstaður hefur á undanförnum mánuðum undirbúið að setja upp grenndarstöðvar á þremur stöðum á Akranesi. 

Á hverri grenndargámastöð verða gámar fyrir málma, gler, pappi/pappír og plast. Einnig verður möguleiki á að bæta við ílátum fyrir fleiri flokka svo sem textíl, flöskur/dósir, kertavax, rafhlöður og fleira. 

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs sem fram fór þann 16. janúar s.l. var verkefnastjóra falið að halda áfram með framkvæmd við að setja niður grenndarstöðvar við Bíóhöllina og Dalbraut 1. Í stað grenndarstöðvar við Jörundarholt verður sett grenndarstöð við Byggðasafnið.

Í fundargerðinni kemur fram að stefnt verði að því við val á fleiri grenndarstöðvum að fjarlægð sé að hámarki 500 metrar fyrir þá íbúa sem velja að nota þær.

Staðsetning á grenndargámunum verður eftirfarandi: 

Vesturgata 27 – við Bíóhöllina.

Bílaplani aftan við Bókasafn Akraness við Dalbraut 1.

Á bílaplani við Jörundarholt var áætlað að setja upp grenndarstöð – en hætt hefur verið við þær áætlanir. Grenndarstöð verður sett upp við Byggðasafnið en útfærslan á þeirri framkvæmd hefur ekki verið birt.