Grundaskóli nýtir frístundamiðstöðina undir skólastarf vegna tafa á framkvæmdum

Nemendur og starfsfólk Grundaskóla hafa á undanförnum tveimur árum verið á ýmsum stöðum í bæjarfélaginu í skólastarfinu. 

Húsnæðismál skólans hafa verið mikið til umfjöllunar – en framundan er risavaxið verkefni við allsherjarendurbætur á elstu skólaálmu Grundaskóla (C-álmu). Tilboð í það verkefni verða opnuð á allra næstu dögum. 

Lausar kennslustofur við Grundaskóla hafa verið settar upp til þess að brúa bilið þar til að C-álman verður tilbúinn.  

Seinkanir hafa verið á þeirri framkvæmd – og lausar kennslustofur sem áttu að vera tilbúnar til notkunar í janúar verða ekki klárar fyrr en í mars. 

Reisa á átta lausar kennslustofur á suður hluta skólalóðarinnar – beint á móti Akraneshöllinni. Kennslustofurnar eru smíðaðar erlendis en þessi kennsluaðstaða er ætluð fyrir 6.-7. bekk næstu árin – eða þar  til að öllum byggingarframkvæmdum er að fullu lokið við skólann.

Hluti af skólastarfi Grundaskóla mun því færast í frístundamiðstöðina Garðavelli við golfvöllinn. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Grundaskóla. 

Hér getur þú séð hvernig Grundaskóli mun líta út eftir endurbæturnar. 

 

 

Hér má sjá hvernig elsta bygging Grundaskóla mun líta út eftir breytingar. Horft frá vesturhlið.
Hér má sjá hvernig efstu hæðir elstu byggingar Grundaskóla munu líta út eftir breytingar.
Frístundamiðstöðin Garðavellir.