Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að setja „Gamla Landsbankahúsið“ við Akratorg í söluferli. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins.
Húsið hefur verið nýtt undir ýmsa starfssemi á undanförnum árum en Miðbæjarsamtökin Akratorg hafa lagt mikla áherslu á að húsið fái það hlutverki að vera stjórnsýsluhús bæjarins. Í fésbókarfærslu Miðbæjarsamtakanna kemur eftirfarandi fram.
„Hvernig ætli standi á því að bæjaryfirvöldum finnst ekki koma til greina að flytja bæjarskrifstofurnar í hjarta bæjarins eins og gert er um allan heim – í hús sem við Skagamenn eigum og hægt er að inrétta í takt við nýja tíma. Kannski eigum við mikið af afgangs peningum einhverstaðar til að byggja nýtt ráðhús á öðrum/betri stað – kannski með útsýni út á haf… ? Er verið að hugsa um Akranes og fólkið sem hér býr – eða kannski bara fólkið sem starfar á bæjarskrifstofunni?“
Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að ráðið lýsir yfir vilja til að húsið verði selt á almennum markaði en samkvæmt fyrirkomulagi þar sem veitt verði tiltekið svigrúm til mats á tilboðum, út frá hugmyndum um endurbætur og framtíðarnotkun, þ.m.t. stækkunarmöguleikum, fjárhagslegri getu (vilyrði eða bindandi loforð um fjármögnun) og öðrum þáttum. Gert er ráð fyrir ítarlegri kynningu á valforsendum í aðdraganda formlegs tilboðsferlis.
Bæjarstjóra var falin frekari úrvinnslu málsins.