Handboltinn vaknar til lífsins á ný á Akranesi

Handknattleiksíþróttin var á árum áður stór hluti af íþróttamenningunni á Akranesi. ÍA var með lið á Íslandsmótum í kvenna – og karlaflokki um margra áratuga skeið – en Handknattleiksfélag Akraness lagðist af rétt fyrir síðustu aldamót. 

Hanknattleikssamband Íslands, HSÍ, í samstarfi við ÍA, verður með kynningu á handboltíþróttinni á Akranesi með reglulegu millibili á næstu vikum. Þar verður boðið upp á æfingar fyrir börn á grunnskólaaldri. 

Æfingar fara fram í Íþróttahúsinu á Vesturgötu og verður um tvo aldurshópa að ræða til að byrja með:

1 til 4. bekkur – kl. 14:00 til 15:00

5. til 7. bekkur – kl. 15:00 til 16:00

Þjálfarar verða þau Ingvar Örn Ákason og Kolbrún Helga Hansen, en bæði hafa þau reynslu af þjálfun í handknattleik.

Æfingar hefjast næstkomandi sunnudag (5. febrúar), allir velkomnir á æfingarnar sem verða iðkendum að kostnaðarlausu.

Í tilkynningu frá skipuleggjendum eru allir áhugasamir hvattir til að koma og prófa , æfingarnar halda áfram næstu sunnudaga.