Vel á annað hundrað börn mættu á kynningaræfingar í handbolta sem fram fóru s.l. sunnudag í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Um var að ræða fyrstu kynninguna á Akranesi í útbreiðsluátaki sem Handknattleikssamband Ísland stendur á bak við í samvinnu við ÍA.
Boðið var upp á æfingar fyrir nemendur í 1. – 4. bekk og 5. – 7. bekk.
Kolbrún Helga Hansen og Jörgen Freyr Ólafsson Naabye stjórnuðu æfingunum
Í tilkynningu frá HSÍ segir að viðtökurnar hafi verið framar vonum.
Í heildina mættu um 150 krakkar á sunnudaginn og ríkir því mikil bjartsýni með framhaldið.
Æfingar verða áfram næstu helgar, fram á vor en það er von okkar að þessi byrjun ýti undir kraftmikið handknattleiksstarf á Akranesi frá næsta hausti.
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á æfingarnar, næstu æfingar verða sunnudaginn 12. febrúar og má sjá æfingatímana hér fyrir neðan:
1. – 4. bekkur kl. 14:00 – 15:00
5. – 7. bekkur kl. 15:00 – 16:00