Gísli J. Guðmundsson, rakari á Akranesi, setti af stað söfnun í vikunni þar sem að markmiðið er að styðja við bakið Helgu Ingibjörgu Guðjónsdóttur.
Helga Ingibjörg er um þessar mundir í lyfjameðferð vegna krabbameins.
Hún hefur talað opinskátt um verkefnið og er í framvarðarsveit í auglýsingaherferð Krafts sem er í gangi um þessar mundir.
Fjölmargir hafa lagt söfnunni lið – og er ljóst að Gísli Jens Guðmundsson, rakari, mun skafa af sér hárlubbann þar sem að söfnunin hefur nú þegar rofið 200 þúsund kr. múrinn.
Sigrún Ríkharðsdóttir hefur gefið það út að hún fari í stólinn hjá Gísla á morgun, miðvikudaginn 8. febrúar, kl. 17.00 ef upphæðin fer yfir 1 milljón kr. Og þar mun allt hárið á Sigrúnu fjúka út um gluggann.
Miðað við nýjustu tölur eru miklar líkur því á það gerist.
Söfnunin hefur gengið vonum framar. Þeir sem vilja taka þátt geta lagt inn á reikning sem er skráður á Gísla Jens Guðmundsson, hárskera:
Reikningsnúmer: 0186 – 05 – 070010
Kennitala: 150971 – 5519
Eigandi reiknings er Gísli J Guðmundsson.