Á næstu misserum verða miklar framkvæmdir og endurbætur í elstu byggingu Grundaskóla – sem oft er kölluð C-álma.
Akraneskaupstaður bauð út verkefnið nýverið og bárust aðeins tvö tilboð í verkið.
Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var upp á 1.213 milljónir kr.
Sjammi ehf. sem er fyrirtæki með aðsetur á Akranesi bauð rétt tæplega 1.390 milljónir kr. í verkefnið – sem er um 14% yfir kostnaðaráætlun.
E. Sigurðsson ehf. bauð rétt rúmlega 1.591 milljón kr. í verkefnið sem er rúmlega 31% yfir kostnaðaráætlun.
Skipulags og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum nýverið að ganga í það verkefni að semja við lægstbjóðanda.