Tvö tilboð bárust í risastórt verkefni í C-álmu Grundaskóla

Á næstu misserum verða miklar framkvæmdir og endurbætur í elstu byggingu Grundaskóla – sem oft er kölluð C-álma. 

Akraneskaupstaður bauð út verkefnið nýverið og bárust aðeins tvö tilboð í verkið. 

Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var upp á 1.213 milljónir kr.  

Sjammi ehf. sem er fyrirtæki með aðsetur á Akranesi bauð rétt tæplega 1.390 milljónir kr. í verkefnið – sem er um 14% yfir kostnaðaráætlun. 

E. Sigurðsson ehf. bauð rétt rúmlega 1.591 milljón kr. í verkefnið sem er rúmlega 31% yfir kostnaðaráætlun.

Skipulags og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum nýverið að ganga í það verkefni að semja við lægstbjóðanda.  

Hér má sjá yfirlitsmynd af Grundaskóla í núverandi mynd.
Hér má sjá hvernig elsta bygging Grundaskóla mun líta út eftir breytingar. Horft frá vesturhlið.
Þverskurður af elstu byggingu Grundaskóla eftir breytingar. Horft frá suðurhlið.
Hér má sjá hvernig efstu hæðir elstu byggingar Grundaskóla munu líta út eftir breytingar.