Akraneskaupstaður hefur gengið frá kaupum á landi Akrakots – sem er í landi Hvalfjarðarsveitar rétt utan við Akranes. Samningur þess efnis var undirritaður þann 7. febrúar 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.
Viðstödd undirritunina voru systkinin frá Akrakoti,, sem seljendur, bæjarstjórn, bæjarstjóri, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og ráðgjafi seljenda Akrakots.
Í tilkynningunni kemur fram að Akraneskaupstaður hefur áhuga á að í framtíðinni muni rísa á landinu íbúabyggð sérbýla þ.e. einbýlishús og par-/raðhús, en kaupin eru ætluð til að tryggja m.a. um 40% hlutfall sérbýla í bæjarfélaginu. Með þessu vil Akraneskaupstaður tryggja til langs tíma eðlilega framþróun bæjarfélagsins.
Á myndinni hér fyrir neðan er bent á staðsetningu Akrakots.
Seljendur Akrakots: Ellert Björnsson, Eufemía Berglind Guðnadóttir, Ása María Björnsdóttir, Ólafur Rúnar Björnsson, Björn Björnsson, Guðrún Björnsdóttir, Ólafía Guðrún Björnsdóttir og Hjördís Hólm Björnsdóttir.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar: Líf Lárusdóttir, Valgarður Lyngdal Jónsson, Ragnar. B. Sæmundsson, Einar Brandsson, Kristinn Sveinsson, Liv Aase Skarstad, Guðm. Ingþór Guðjónsson, Jónína Margrét Sigmundsdóttir og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir.
Bæjarstjóri: Sævar Freyr Þráinsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs: Sigurður Páll Harðarsson
Ráðgjafi seljenda Akrakots: Ingólfur Árnason.