Einn leikmaður úr röðum ÍA í æfingahóp U19 ára landsliðs karla hjá KSÍ

Einn leikmaður úr röðum ÍA var valinn í U19 ára landsliðshóp KSÍ sem æfir saman 13.-15. febrúar undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar þjálfara. Æfingarnar fara fram í Miðgarði og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla undankeppni EM 2023, en Ísland er þar í riðli með Tyrklandi, Englandi og Ungverjalandi. Riðillinn verður leikinn á Englandi 22.-28. mars næstkomandi.

Alls eru 23 leikmenn eru í hópnum og koma þeir frá 13 félögum.

Stjarnan (4), Breiðablik (4), Fjölnir (2), Keflavík (2), Valur (2), Víkingur R. (1), Þór Ak. (1), Fulham (1), ÍA (1), Bologna (1), Fylkir (1), Grótta (1), KA (1), Norrköping (1).

Skagamaðurinn Haukur Andri Haraldsson er í hópnum en hann lék stórt hlutverk í meistaraflokksliði ÍA á síðustu leiktíð. Jóhannes Kristinn Bjarnason sem leikur með Norrköping er einnig í hópnum en hann er sonur Bjarna Guðjónssonar fyrrum leikmanns ÍA.

Hópurinn er þannig skipaður:

  • Benoný Breki Andrésson – Bologna
  • Arnar Daníel Aðalsteinsson – Breiðablik
  • Arnar Númi Gíslason – Breiðablik
  • Ágúst Orri Þorsteinsson – Breiðablik
  • Tómas Orri Róbertsson – Breiðablik
  • Halldór Snær Georgsson – Fjölnir
  • Júlíus Mar Júlíusson – Fjölnir
  • Þorsteinn Aron Antonsson –Fulham
  • Guðmundur Rafn Ingason – Fylkir
  • Sigurður Steinar Björnsson – Grótta
  • Jóhannes Kristinn Bjarnason – Norrköping
  • Haukur Andri Haraldsson – ÍA
  • Ingimar Torbjörnsson Stöle – KA
  • Axel Ingi Jóhannesson – Keflavík
  • Ásgeir Orri Magnússon – Keflavík
  • Adolf Daði Birgisson – Stjarnan
    Guðmundur
  • Baldvin Nökkvason – Stjarnan
  • Róbert Frosti Þorkelsson –Stjarnan
  • Sigurbergur Áki Jörundsson – Stjarnan
  • Ólafur Flóki Stephensen – Valur
  • Óliver Steinar Guðmundsson – Valur
  • Gísli Gottskálk Þórðarson – Víkingur R.
  • Bjarni Guðjón Brynjólfsson – Þór