Áhugaverð tölfræði um fjölda leikmanna frá ÍA í yngri landsliðshópum KSÍ á árinu 2023

Á undanförnum vikum hefur Knattspyrnusamband Íslands valið 179 drengi og 80 stúlkur í æfingahópa yngri landsliða. 

Leifur Grímsson birti áhugaverða tölfræðisamantekt á Twitter síðu sinni – þar sem hann dregur fram fjölda hvers félags fyrir sig. 

ÍA skorar töluvert hátt í heildarfjölda hjá drengjum þar sem að liðið er með alls 13 leikmenn og í fjórða sæti í heildarfjölda. 

Ein stúlka úr röðum ÍA er í yngri landsliðshópum KSÍ að þessu sinni og þar er ÍA í 17.-22. sæti hvað varðar heildarfjölda. 

U-15 ára:

Eysteinn Ernir Valdimarsson – ÍA
Gabríel Snær Gunnarsson – ÍA
Styrmir Jóhann Ellertsson – ÍA
Birkir Hrafn Samúelsson – ÍA
Jón Þór Finnbogason – ÍA
Sævar Hrafn Sævarsson – ÍA
Sunna Rún Sigurðardóttir ÍA

 

U-16 ára:

Arnór Valur Ágústsson – ÍA
Guðjón Andri Gunnarsson – ÍA

U -17 ára:
Daniel Ingi Jóhannesson ÍA

U-19 ára:

Ármann Ingi Finnbogason – ÍA
Haukur Andri Haraldsson – ÍA
Ingi Þór Sigurðsson – ÍA

U-21 árs:

Árni Marínó Einarsson – ÍA
Jón Gísli Eyland Gíslason – ÍA