Karlalið ÍA tók á móti liði Vestra í gær í Akraneshöllinni í Lengjubikarkeppni KSÍ. Liðin eru bæði í næst efstu deild og var leikurinn fyrsti formlegi mótsleikur ársins hjá báðum liðum.
Gestirnir frá Ísafirði voru mun öflugri í fyrri hálfleik og skoraði fyrrum leikmaður ÍA, Benedikt Warén, fyrsta mark leiksins á 13. mínútu fyrir Vestra. Vladimir Tufegdzic bætti við öðru marki fyrir gestina á 21. mínútu og Benedikt var aftur á ferðinni rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann dúndraði boltanum í markið af um 25 metra færi og Skagamenn 3-0 í hálfleik.
Það var allt annar bragur á liði ÍA í síðari hálfleik og náði liðið að landa áhugaverðum 4-3 sigri. Viktor Jónsson minnkaði muninn á 58. mínútu, Haukur Andri Haraldsson skoraði á 63. mínútu, staðan þá 3-2 fyrir Vestra. Viktor jafnaði metin á 71. mínútu og Gísli Laxdal Unnarsson skoraði sigurmarkið á 85. mínútu.
Mörkin úr leiknum má sjá hér í samantekt frá ÍATV en leikurinn var í beinni útsendingu á ÍATV.
ÍA er í A-riðli með HK, KR; Val, Vestra og Grindavík.
Nánar hér.
Næsti leikur hjá ÍA er gegn Valsmönnum þann 18. febrúar í Akraneshöllinni.