Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA, KFÍA, fer fram mánudaginn 20. febrúar 2023. Félagið hefur birt ársreikning félagsins fyrir árið 2022.
Þar kemur fram að umtalsvert tap var á hefðbundinni starfsemi í rekstri félagsins – eða sem nemur 62 milljónum kr.
Tekjur af samningum vegna sölu leikmanna gerðu það að verkum að reksturinn skilaði 11 milljóna kr. hagnaði. Tekjur af sölu leikmanna námu 73.5 milljónum kr.
Rekstrartekjur af hefðbundinni starfsemi námu 232 milljónum kr. en rekstrargjöld námu 292 milljónum kr.
Í árskýrslunni kemur fram að staða meistaraflokks karla – og kvenna hefur aldrei verið á slíkum stað. Meistaraflokkur karla leikur í næst efstu deild á næsta tímabili og meistaraflokkur kvenna er í þriðju efstu deild.
Starf yngri flokka félagsins er á góðum stað og iðkendur hafa sjaldan verið fleiri.