Í nýjustu upplýsingum um mannfjölda á Íslandi sem birtur er á vef Hagstofu Íslands kemur fram að íbúar á Akranesi voru alls 8.035 í þann 1. febrúar 2023.
Frá því í desember 2021 hefur íbúum á Akranesi fjölgað úr 7.838 í 8.035 eða um 197 einstaklinga.
Til samanburðar þá voru rétt rúmlega 900 íbúar á Akranesi fyrir 100 árum eða árið 1920.
Frá árinu 1998 hefur íbúum fjölgað um 2.910 einstaklinga en árið 1998 voru íbúar á Akranesi alls 5.125 en eru í dag 8.035.
Á þessu tímabili sem nær aftur til ársins 1998 hefur það aðeins gerst þrívegis að íbúum hafi fækkað á Akranesi á milli ára – og slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2012.
Mesta fjölgunin á einu ári var árið 2008 þegar aukning var 425 íbúar
Þróun íbúafjölda á Akranesi 1998-2023
Árið 1880 voru rétt tæplega 500 íbúar á Akranesi og það var ekki fyrr en árið 1930 að íbúar á Akranesi fóru yfir 1000. Mesta fjölgun á einum áratug var á milli 1950-1960 en á þeim tíma fjölgaði íbúum um 1245. Á árunum 2000-2010 kom annar slíkur vaxtarkippur á Akranesi þegar 1209 íbúar bættust við á íbúaskrá bæjarins á einum áratug.
Á árunum 1980-1990 var lítil fjölgun á Akranesi og íbúafjöldinn var nánast sá sami í heilan áratug eða um 5200.
Þróun íbúafjölda á Akranesi 1998-2023.