Skagamenn gerðu góða ferð á Selfoss í kvöld þegar liðið sigraði heimamenn 76-72 í 1. deild karla á Íslandsmótinu í körfubolta.
Þetta var annar sigurleikur ÍA í röð og sá áttundi á tímabilinu.
Með sigrinum jafnaði ÍA við Ármann í stigafjölda og það er stutt í liðin þar fyrir ofan sem eru í 6.-7. sæti deildarinnar.
Staðan í hálfleik var 40-37 fyrir Selfoss og Skagamenn voru átta stigum undir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 58-50.
Þegar þrjá mínútur voru eftir af leiknum náði ÍA að komast yfir 69-66 og lokamínúturnar voru æsispennandi, lokatölur 76-72 fyrir ÍA.
Tölfræði leiksins er hér.
Jalen Dupree var stigahæstur með 23 stig fyrir ÍA og 14 fráköst. Þórður Freyr Jónsson var með fimm þriggja stiga körfur fyrir ÍA og skoraði alls 19 stig og gaf að auki 7 stoðsendingar.
Framundan er spennandi lokakafli hjá ÍA þar sem að baráttan um 5. sætið er í hámarki.
ÍA á fimm leiki eftir á tímabilinu og eru 10 stig í pottinum. ÍA þarf að stóla á hagstæði úrslit á lokakaflanum til þess að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Lið Fjölnis er í fimmta sætinu í dag með 22 stig en ÍA er með 16 stig í níunda og næst neðsta sæti deildarinnar.
Efsta liðið í lok tímabilsins fer beint upp í Subway-deildina, efstu deild, en liðin í sætum 2-5 keppa í úrslitakeppni um eitt laust sæti í efstu deild. Lið nr. 2 leikur gegn liði nr. 5 og liðin í sætum 3 og 4 mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni. Sigurliðin úr þessum viðureignum leika til úrslita um 2. sætið og sæti í efstu deild.
Næstu leikir ÍA eru:
3. mars: ÍA – Ármann
6. mars: Fjölnir – ÍA
10.mars: ÍA – Hrunamenn
17. mars: Álftanes – ÍA
24. mars: ÍA – Skallagrímur