Fimleikasamband Íslands greindi frá því á dögunum að sambandið hefði ráðið þjálfara fyrir unglingalandslið í hópfimleikum og einnig fyrir hæfileikamótun fyrir árið 2023.
Alls voru fjórir þjálfarar ráðnir og er Þórdís Þöll Þráinsdóttir, yfirþjálfari hjá FIMÍA, ein af þeim.
Þórdís var kjörin þjálfari ársins 2022 á uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands nýverið. Hún mun stýra þjálfun á stökkáhöldum hjá landsliðshópum stúlkna – og drengja, og einnig í hæfileikamótun sambandsins.
Magnús Óli Sigurðsson og Þórdís sjá um þjálfun á stökkáhöldum, Björk Guðmundsdóttir sér um gólfæfingar stúlkna og Eyrún Inga Sigurðardóttir sér um golfæfingar drengja.