Kæri lesandi. Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag víðsvegar um veröldina. Fyrst var haldið upp á daginn í Hollandi fyrir tæpum tveimur áratugum – og frá þeim tíma hefur þessi hefði fest sig í sessi, meðal annars hér á Íslandi og Akranesi.
Skagafréttir senda þér og þínum bestu kveðjur í tilefni dagsins – og þakka um leið kærlega fyrir þann stuðning sem Skagafólk nær og fjær hefur sýnt í verki með aðkomu sinni að bæjarfréttamiðlinum skagafrettir.is.
Það er samt sem áður heilmikið pláss fyrir fleiri í stuðningsliðinu – og þú mátt endilega láta það berast í þínu nærumhverfi.
Hvers vegna ættir þú að styrkja Skagafréttir?
Hér eru nokkur atriði sem gætu hjálpað þér að taka ákvörðun.
Íslensk fyrirtæki nota í auknum mæli erlenda samfélagsmiðla sem auglýsingamiðil.
Á síðasta ári fengu Facebook og Google um 10 milljarða kr. frá íslenskum fyrirtækjum í gegnum auglýsingar.
Þetta er þróun sem er komin til að vera.
Risafyrirtækin taka sífellt meira til sín á þessum markaði – án þess að leggja neitt að mörkum í nærsamfélagið.
Samfélagsmiðlar skrifa ekki fréttir úr nærsamfélaginu – það gera bæjarfréttamiðlar sem eiga undir högg að sækja..