Byggt verður við verknámshús FVA á næstu 5-6 árum

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í gær aðgerðir þar sem að greint var frá því að viðbyggingar við alla framhaldsskóla landsins sem bjóða upp á verknám muni rísa á næstu 5-6 árum. 

Er þetta gert til þess að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þessi tilkynning gefur til kynna að byggt verður við verknámshús Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. 

Auka þarf verulega námsaðstöðu til starfsnáms í framhaldsskólum og móta aðgerðaáætlun til draga úr húsnæðisnotkun í bóknámi út frá spá um þróun á fjölda nemenda í framhaldsskólum til ársins 2033. Þetta er niðurstaða greinargerðar um húsnæðisþörf í framhaldsskólum næstu tíu árin sem

Gera má ráð fyrir að nemendum í starfsnámi fjölgi um 1.500–1.800 ársnemendur eða 18% á næstu 5–6 árum. Á sama tíma fækkar nemendum í bóknámi um 510 eða 3%. Frá 2028–2033 má búast við að fjöldi nemenda í starfsnámi nái jöfnuði en að það fækki um ríflega 2.000 nemendur eða tæp 13% í bóknámi.

Spáin byggir í grunninn á mannfjöldaspá Hagstofu Íslands og Byggðastofnunar vegna einstakra landshluta. Í henni eru sett fram tölusett markmið um skólasókn í framhaldsskólum eftir aldri nemenda á grundvelli menntastefnu 2020–2030 og markmiða ríkisstjórnarinnar um aukið vægi starfsnáms á komandi árum.

Nánar á vef stjórnarráðsins.