ÍA mætir liði Ármanns í kvöld í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Íslandsmóti karla í körfuknattleik.
Liðin eru í harðri baráttu um laust sæti í úrslitakeppninni.
Leikurinn hefst kl. 19:15 en ÍA er í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig líkt og Ármann sem er í sæti nr. 8. með 16 stig.
Þar fyrir ofan eru Hrunamenn og Selfoss með 18 stig.
ÍA hefur leikið tvívegis við Ármenninga á þessari leiktíð í næst efstu deild – hafa Ármenningar haft betur í báðum leikjunum.
Liðin í sætum 2-5 keppa í úrslitakeppni um laust sæti í efstu deild á næsta tímabili. Álftanes er nánast öruggt með sæti í efstu deild en liðið sem endar efst í deildarkeppninni fer beint upp í Subway-deildina.
ÍA á enn tölfræðilega möguleika á að komast í fimmta sætið.
Næstu leikir ÍA eru:
03.mars: ÍA – Ármann
06. mars: Fjölnir – ÍA
10. mars: ÍA – Hrunamenn
17.mars: Álftanes – ÍA
24. mars: ÍA – Skallagrímur