Sementsverksmiðjan fær ekki að vera á sínum stað eftir 1. ágúst 2028

Á undanförnum misserum hafa mannvirki Sementsverksmiðjunnar verið fjarlægð og íbúðabyggð mun rísa á því svæði þar sem verksmiðjan var áður með til umráða. 

Sementsverksmiðjan ehf.er enn með töluverða starfsemi á Akranesi og nýverið óskuðu forsvarsmenn verksmiðjunnar eftir formlegum viðræðum við bæjaryfirvöld um mögulega staðsetningu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi.

Á fundiskipulags- og umhverfisráðs Akraness kemur fram að samkvæmt fyrirhuguðu deiliskipulagi er reiknað með íbúðabyggð á athafnasvæði Sementverksmiðjunar í dag. Ráðið leggur því til við bæjarráð að hafna erindi forsvarsmanna Sementverksmiðjunnnar um áframhald á starfsemi Sementverksmiðjunnar á sama stað eftir 1.ágúst 2028.

Sementsverksmiðjan ehf. er staðsett á á Akranesi. Eignarhaldsfélagið Hornsteinn er eigandi verksmiðjunnar. Félagið er í meirihlutaeigu Heidelberg Materials. Horsteinn starfrækir þrjú dótturfyrirtæki, Björgun, Sementsverksmiðjuna og BM Vallá.

Íslenska ríkið var upphaflegur eigandi Sementsverksmiðjunnar en rekstrinum var breytt í hlutafélag í eigu ríkisins frá og með 1. janúar 1994. Árið 2003 var samþykkt heimild til iðnaðarráðherra um að selja eignarhluta ríkissjóðs í Sementsverksmiðjunni hf og eignaðist Íslenskt sement ehf verksmiðjuna í framhaldinu. Á árinu 2011 varð Sementsverksmiðjan einkahlutafélag og er núverandi eigandi Eignarhaldsfélagið Hornsteinn.

Sementsframleiðsla hófst á Akranesi þann 14. júní árið 1958 en framleiðslu var hætt árið 2008. Fyrirtækinu var breytt í innflutningsfyrirtæki og hófst innflutningur sements 2012. Sementsverksmiðjan flytur í dag inn þrjár sementstegundir. Sementið kemur í sérútbúnum skipum í 7.200 tonna förmum og er dælt úr skipunum í 16.000 tonna birgðastöð á Akranesi en birgðastöðin er betur þekkt sem tankarnir fjórir sem eru um 40 metrar á hæð og standa við Akraneshöfnina. Sementinu er dreift til viðskiptavina með stórum flutningabílum sem sem taka um 30 tonn hver.

Í starfsstöð fyrirtækisins á Akranesi er aðstaða til pökkunar í stórsekki sem taka allt að einu og hálfu tonni.

Starfsmannafjöldi Sementsverksmiðjunnar hefur verið breytilegur í gegnum árin. Í upphafi störfuðu um 80 manns við framleiðsluna. Þegar mest var um 1980 störfuðu tæplega 200 manns hjá fyrirtækinu. Í dag starfa fimm starfsmenn hjá fyrirtækinu, en dreifingu sements, rekstri birgðarstöðvar á Akureyri, skrifstofuhaldi og rannsóknarstarfsemi er úthýst.