Þróttur flytur sig um set og gert ráð fyrir skólabyggingum við Ægisbraut

Þróttur gerði nýverið samning við Akraneskaupstað þess efnis að fyrirtækið fái lóðir í grænum iðngörðum í Flóhverfi og tekur Akraneskaupstaður yfir lóðir fyrirtækisins við Ægisbraut 2 og 4.

Verktakafyrirtækið Þróttur ehf. á Akranesi hefur verið starfrækt í 77 ár og er með allra elstu fyrirtækjum á þessu sviði hér á landi. Hjá fyrirtækinu starfa 20 starfsmenn og eru verkefnastaða góð. 

Á núverandi umráðasvæði Þróttar við Ægisbraut er gert ráð fyrir skólamannvirkjum í framtíðinni. Í aðalskipulagi Akraness er heimiluð íbúabyggð við Ægisbraut en vinna við deiliskipulag fyrir svæðið hefst á næstu mánuðum.

Með samningnum tryggir Þróttur sér aðgang að tveimur lóðum í Flóahverfi sem eru tæplega 10 þúsund fermetrar samanlagt – og mun breytingin stuðla að uppbyggingu á rótgrónu fyrirtæki.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Nánar á hér.