Körfuboltalið ÍA, sem leikur í næst efstu deild Íslandsmótsins, náði frábærum úrslitum gegn deildarmeistaraliði Álftaness í næst síðustu umferð Íslandsmótsins í gær.
Álftaness hefur nú þegar tryggt sér sæti á meðal bestu liða landsins á næstu leiktíð – en Álftaness mun enda í efsta sæti deildarinnar þrátt fyrir að ein umferð sé eftir að mótinu.
ÍA náði yfirhöndinni og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar langt var liðið á síðari hálfleik – og lokakaflinn var eign Skagamanna sem lönduðu 107-91 sigri.
Þetta var næst síðasti leikur Skagamanna á þessari leiktíð. Með sigrinum náði liðið að lyfta sér upp í 8. sætið en liðið er með 20 stig og liðin fyrir ofan í 7. og 6. sæti eru með 22 stig.
Í lokaumferðinni mætir ÍA liði Skallagríms úr Borgarnesi á heimavelli í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Leikurinn fer fram föstudaginn 24. mars og hefst kl. 19:15.
Eins og áður segir hefur Álftanes tryggt sér sæti í efstu deild, Subway deildinni, á næstu leiktíð. Það er eitt sæti í boði fyrir liðin sem eru í sætum 2-5. Liðin í sætum 2-5 keppa í úrslitakeppni um laust sæti í efstu deild á næsta tímabili.