Búkolla vaknar af löngum dvala

Búkolla hefur á undanförnum árum verið í stóru hlutverki þegar kemur að sjálfbærni og endurvinnslu hjá íbúum á Akranesi.

Nytjamarkaðnum var lokað í maí á síðasta ár vegna slæmra loftgæða í húsinu við Vesturgötu 62 og hefur starfssemin verið í dvala frá þeim tíma.

Stefnt var að opnun Búkollu í mars á þessu ári í húsnæði Trésmiðjunnar Akurs við Smiðjuvelli 9.

Í dag gaf Akraneskaupstaður út tilkynningu og þar segir að Búkolla muni opna í júní.

Þar er sagt frá því að framkvæmdum á nýju húsnæði Búkollu hafi dregist vegna utanaðkomandi aðstæðna, en unnið sé hörðum höndum að uppbyggingu.

Opnunardagsetning verður tilkynnt sérstaklega þegar ákvörðun liggur fyrir.