Hákon Arnar samdi á ný við FCK

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur skrifað undir nýjan samning hjá danska stórliðinu FCK í Kaupmannahöfn.

Hákon Arnar verður tvítugur þann 10. apríl  og skrifaði hann undir samning til fjögurra ára eða til ársins 2027. 

Hákon Arnar hefur farið á kostum á tímabilinu með FCK og leikið stórt hlutverk með liðinu. 

Hann hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu fyrir FCK og þrjú þeirra hafa komið í síðustu þremur leikjum liðsins. 

Hákon Arnar samdi við FCK í júní árið 2019 en þá var hann 16 ára. Hann lék með yngri flokkum ÍA og meistaraflokki áður en hann fór til Danmerkur. 

Með FCK leikur einnig Ísak Bergmann Jóhannesson – sem er einnig fæddur árið 2003 og lék með ÍA upp alla yngri flokka félagins áður en hann samdi við sænska liðið Norrköping. 

Hér má hlusta á viðtal við Hákon Arnar.