Sigrún Ósk fékk Edduverðlaun fyrir Leitina að upprunanum

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hélt árlega uppskeruhátíð sína á sunnudaginn þegar Edduverðlaunin fyrir árið 2023 voru afhent. 

Hátíðin hefur farið fram allt frá árinu 1999. Athöfnin í ár marka þáttaskil því þetta var í síðasta sinn sem verðlaunin voru veitt í núverandi mynd þar sem sjónvarp og kvikmyndir heyra til sömu verðlauna.

Innsend verk í ár eru fjölmörg, en þegar innsendingarfresti lauk þann 24. janúar sl. höfðu framleiðendur sent inn alls

Alls voru 165 verk send inn til dómnefndar. Að auki voru 332 innsendingar til fagverðlauna Eddunnar. Af innsendum verkum voru sjónvarpsverk alls 117 talsins og kvikmyndir 10, heimildamyndir eru 9 og 22 verk flokkast undir barna- og unglingaefni.

Það var í höndum ellefu valnefnda að fara yfir öll innsend verk og tilnefna í samtals 27 verðlaunaflokkum. Endanlegt val var í höndum Akademíunnar.

Skagakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk Edduverðlaun fyrir þáttaröð sína, Leitin að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2. Þáttaröðin var í flokki Mannlífsefni ársins.

Hér má sjá upptöku frá athöfninni á RÚV. 

Nánar á Eddan.is.