Kalman listafélag á Akranesi stendur fyrir tónleikum í þessari viku í Vinaminni. Nánar tiltekið fimmtudaginn 23. mars og þar verða hinir þjóðkunnu listamenn, Diddú og Jónas Þórir með skemmtilegt og fjörugt prógram við allra hæfi.
Yfirskrift söngskemmunarinnar er „Úr ýmsum áttum – eitthvað fyrir alla“ en Diddú og Jónas hafa starfað saman á vængjum söngsins í rúm 50 ár!
Þau kynntust fyrst í Vesturbænum og voru samtíða í Melaskóla og síðar Hagaskóla. Þar smullu þau strax saman músíklega og hafa átt sérlega farsælt samtarf við ótæmandi uppákomur í gegnum tíðina.
Miðaverð er kr. 3.500 og kr. 3.000 fyrir Kalmansvini.
Miðasala er við innganginn en tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
Kaffi og konfekt í hléi.
Kalman listafélag er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.