Þrír leikmenn sem hófu feril sinn hjá ÍA voru í byrjunarliði Íslands í 7-0 sigri Liechtenstein í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu 2024.
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliðinu líkt og Arnór Sigurðsson og Stefán Teitur Þórðarson. Ísak Bergmann Jóhannesson var á varamannabekknum. Hákon Arnar skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark þegar hann kom Íslandi í 2-0.
Leikurinn fór fram í Vaduz á sunnudaginn og er þetta stærsti sigur A-landsliðs karla í mótsleik. Þetta er næst stærsti sigur Íslands í A-landsleik frá upphafi en sá stærsti er 9-0 gegn Færeyjum árið 1985.