Íbúar geta nú kosið um 20 tillögur um „Opin og græn svæði“ á Okkar Akranes

Íbúar á Akranesi hafa nú tækifæri til þess að taka þátt í kosningu um verkefni sem tengast „Opin og græn svæði“ á Okkar Akranes. Alls bárust um 100 tillögur í hugmyndasöfnunni sem fór fram í febrúar og mars.  

Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar valdi 20 tillögur sem nú er hægt að kjósa um. Kosning um bestu tillögurnar stendur yfir frá 28. mars til 11. apríl.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. 

Reglur um kosningarnar er að finna hér.

Kjóstu þína uppáhálds hugmynd hér! 

 Hægt er að skoða þær hugmyndir sem kosið er um hér.

Tilkynningin er í heild sinni hér fyrir neðan.

Um helmingur af þeim hugmyndum sem bárust uppfylltu ekki þau skilyrði sem sett voru til þess að hugmynd ætti möguleika á að komast áfram. Það voru meðal annars hugmyndir sem vörðuðu viðhald eða rekstur en ekki fjárfestingar. Þá voru margar hugmyndir sem áttu við annað en opin græn svæði, hugmyndir þar sem kostnaður var of mikill en viðmiðið er 10. m.kr. í heildarkostnað, eða að hugmynd samrýmdist ekki skipulagi eða stefnu bæjarins og var ekki innan bæjarmarka.

Aðrar hugmyndir sem uppfylltu skilyrði en komust ekki áfram í kosningu vörðuðu meðal annars skipulag sem er á áætlun, framkvæmd sem er í gangi eða gert er ráð fyrir á þessu eða næsta ári.

Þá áttu margar hugmyndir við margt sem er í nýja aðalskipulaginu og gert er ráð fyrir að verði framkvæmt, en samræmdust ekki þessu verkefni vegna of mikils kostnaðar miðað við ramman í verkefninu. Sem dæmi voru tillögur um hjóla- og göngustíga, sem verður unnið í jafnt og þétt og sama á við um stækkun bílastæðis í skógræktinni, sem er inni á deiliskipulagi fyrir svæðið.

Öllum sem sendu inn hugmyndir og gáfu sér tíma til að taka þátt í þessu fyrsta verkefni sem tengist “Okkar Akranes” eru færðar sérstakar þakkir fyrir þátttökuna. Kosning um bestu tillögurnar stendur svo yfir frá 28. mars til 11. apríl.