Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur á undanförnum misserum stimplað sig inn í stórlið FCK í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Hann hefur leikið stórt hlutverk með liðinu að undanförnu og fest sig í sessi í byrjunarliðinu – og einnig með A-landsliði karla þar sem hann skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í síðustu viku.
Á liðsfundi hjá FCK var greint frá því að Hákon Arnar, sem er fæddur árið 2003, fékk tvenn verðlaun fyrir marsmánuð hjá dönsku úrvalsdeildinni. Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn og einnig besti leikmaðurinn – í marsmánuði.
Hér fyrir neðan er myndband frá FCK þegar Hákon Arnar tók við verðlaununum.
Inden torsdagens træning blev der overrakt et par trofæer til månedens unge spiller og månedens spiller i @Superligaen, der begge gik til en FCK’er… Se hvem her - og se takketalen og interview i din FCK App eller på https://t.co/8Vj1VQxL1U 📲 #fcklive #sldk pic.twitter.com/KqeNSrahAM
— F.C. København (@FCKobenhavn) March 30, 2023