Stjórn Knattspyrnusambands Íslands tók þá ákvörðun í dag að víkja Arnari Þór Viðarssyni frá störfum sem aðalþjálfara A-landsliðs karla.
Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum þjálfari karlaliðs ÍA, hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins frá því í lok janúar 2022.
Samkvæmt frétt mbl.is er Jóhannes Karl er því í starfi hjá KSÍ ásamt Arnóri Snær Guðmundssyni þrekþjálfara – sem var áður leikmaður ÍA. Arnór Snær er styrktarþjálfari hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sandefjord. Hann var um tíma í slíku starfi hjá Bodö/Glimt í Noregi.
Halldór Björnsson þjálfar markverði A-landsliðs karla og er í hluti af teyminu líkt og Jóhannes Karl og Arnór Snær.