ÍA og Kári fengu áhugaverða mótherja í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ

ÍA og Kári voru bæði í „hattinum“ þegar dregið var í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla hjá Knattspyrnusambandi Íslands í dag. 

ÍA mætir Keflavík á útivelli – en ÍA er í næst efstu deild en Keflavík er í efstu deild, Bestu deildinni. Það var Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, sem dró ÍA upp úr hattinum í dag en þess má geta að Sigurður Ragnar var um tíma leikmaður ÍA. 

Kári, sem leikur í þriðju efstu deild, fær heimaleik gegn liði Þórs frá Akureyri. Það var Andri Júlíusson þjálfari Kára sem dró nafn Þórs upp úr hattinum í dag. Það er Skagatenging í lið Þórs þar sem að Þorlákur Árnason þjálfari Þórs var um tíma yfirþjálfari yngri flokka á Akranesi – og sonur hans, Indriði Þorláksson, leikur með liði ÍA um þessar mundir. 

Leikirnir fara fram á tímabilinu 19.-21. apríl. 

Grinda­vík – Dal­vík/Reyn­ir
HK – KFG
Vík­ing­ur R. – Magni
Kári – Þór Ak.
Sindri – Fylk­ir
KA – Upp­sveit­ir
Njarðvík – KFA
Fram – Þrótt­ur R.
KR – Þrótt­ur V.
Grótta – KH
Stjarn­an – ÍBV
Kefla­vík – ÍA
Leikn­ir R. – Sel­foss
Ægir – FH
Kría eða Fjöln­ir – Breiðablik
Val­ur – RB