Skoski varnarmaðurinn Alexander Davey hefur á undanförnum árum leikið stórt hlutverk í varnarleik karlaliðs ÍA í knattspyrnu.
Davey samdi nýverið á ný við ÍA en hann hefur verið á mála hjá Skagaliðinu allt frá árinu 2021.
Davey, sem er fæddur árið 1994 og verður því 29 ára á þessu ári, meiddist illa í leik ÍA og Víðis úr Garði s.l. laugardag. Davey sleit hásin og er ljóst að hann mun ekki leika með ÍA liðinu á þessu ári.
Alex Davey kom til ÍA árið 2021 og lék hann 24 mótsleiki tímabilið 2021 og skoraði hann 2 mörk. Hann var lítið með í fyrra vegna meiðsla en þá lék hann 11 mótsleiki með ÍA.