Akraneskaupstaður óskaði nýverið eftir tilboðum í lóðir í Skógarhverfi 5 og 3A. Í þessum áfanga voru þrjár lóðir fyrir fjölbýlishús og ein lóð fyrir raðhús með fjórum íbúðum.
Tilboð voru opnuð þann 11. apríl sl. Eitt tilboð barst í lóðina undir raðhúsin – það er frá Verkstjórn ehf. og var tilboðið upp á tæplega 64 milljónir kr. – sem gerir um 16 milljónir kr. á hvert hús í þessu raðhúsi.
Eins og áður segir voru þrjár lóðir fyrir fjölbýli boðnar út – en ekkert tilboð barst í þær lóðir.
Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að sviðsstjóra skipulags- og umhverfissvið er falin frekari úrvinnslu málsins, yfirfara fram komið tilboð og kanna að það fullnægi útboðsskilmálum.Að fullnægðum skilyrðum verður gengið til samninga við bjóðanda en að öðrum kosti komi málið að nýju til bæjarráðs.
Einnig kemur fram að bæjarráð áréttar að fjölbýlishúsalóðirnar þrjár fara nú, í samræmi við reglur, á listann yfir lausar lóðir og eru þar til úthlutunar samkvæmt fyrirliggjandi útboðsskilmálum.