Keppendur frá Badmintonfélagi Akraness stóðu sig vel á Íslandsmóti unglinga í badminton sem fram fór um s.l. helgi í TBR húsinu í Reykjavík. Alls tóku 160 keppendur þátt.
Davíð Logi Atlason, ÍA, varð annar í einliðaleik í A-flokki hjá U-13 ára en Brynjar Petersen, TBR, sigraði.
Frá vinstri: María Rún, Máni Berg, Davíð Logi, Guðrún Margrét og Jörundur Óli.
Jörundur Óli Arnarsson, ÍA, sigraði í B-flokki í einliðaleik U-13 ára flokki.
Guðrún Margrét Halldórsdóttir, ÍA, varð önnur í einliðaleik í U-13 ára flokki.
Máni Berg Ellertsson, ÍA, varð Íslandsmeistari í einliðaleik í A-flokku U-17 ára. Hann sigraði Einar Óla Guðbjörnsson, TBR, í úrslitum. Máni Berg fékk silfurverðlaun í tvíliðaleik með Stefáni Loga Friðrikssyni, BH.
Hilmar Veigar Ágústsson, ÍA, varð annar í einliðaleik í B-flokki í U-17 ára.
Elsa María Gautadóttir, ÍA, sigraði í B-flokki í einliðaleik í U-17 ára flokki.
María Rún Ellertsdóttir, ÍA, sigraði í tvenndarleik í U-19 ára flokknum með Jóni Sverri Árnasyni, BH.