Jóhannes Karl verður áfram í hlutverki aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla

Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson verður áfram í hlutverki aðstoðarþjálfara hjá A-landsliði karla í knattspyrnu. 

Norðmaðurinn Åge Hareide mun þjálfa liðið og staðfesti hinn reynslumikli þjálfari á fyrsta fundi sínum með fjölmiðlum að Jóhannes Karl verði aðstoðarmaður hans. 

Jóhannes Karl var aðstoðarþjálfari liðsins þegar Arnar Þór Viðarsson var landsliðsþjálfari – en Arnari Þór var sagt upp störfum nýverið. 

Á fundinum sagði Hareide Jóhannes Karl væri ungur og öflugur þjálfari – og kynning hans á undirbúningi liðsins fyrir æfingar – og leiki hafi verið framúrskarandi.