Kaja byggir jurtamjólkurverksmiðju á Akranesi

Karen Jónsdóttir, frumkvöðull í Matarbúri Kaju, hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð með lífrænar og vottaðar matvörur. Hún rekur einnig Café Kaja sem býður upp á m.a. líf­rænt kaffi, te og létt­ar veit­ing­ar 

Í færslu á fésbókarsíðu Kaja Organic kemur fram að Karen hafi tilkynnt á fjárfestahátíðinni Norðanátt sem fram fór á Siglufirði í lok mars að jurtamjólkurverksmiðja verði byggð á Akranesi.  

„Margt hefur verið brallað í gegnum tíðina en þetta er eflaust toppurinn á 10 ára starfsafmæli Kaja Organic,“ segir m.a. í færslunni. 

Jurtamjólkurverksmiðjan á Akranesi yrði upphafið á fjöldaframleiðslu á íslenskri bygg – og haframjólk – en Kaja leitar nú að fjárfestum til að þessi framkvæmd verði að veruleika.