Meistarar krýndir á Akranesmeistaramótinu í sundi 2023


Akranesmeistaramótið í sundi 2023 fór fram í sundlauginni á Jaðarsbökkum s.l. föstudag. 

Aðstæður voru eins og best verður á kosið og veðrið lék við keppendur. 

Alls tóku 26 keppendur þátt og í lok mótsins var flatbökuveisla í boði Galito. 

Akranesmeistar 2023 voru eftirtaldir :

11-12 ára stelpur Karen Anna Orlita

11-13 ára strákar  Kajus Jatautas

13-14 ára stelpur  Viktoria Emilia Orlita

14-15 ára strákar  Almar Sindri Danielsson Glad

15 ára og eldri, stelpur  Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir

16 ára strákar   Einar Margeir Ágústsson