Frábær árangur hjá ofurhlauparanum Guðjóni sem sigraði í Bakgarður 101

Skagamaðurinn Guðjón Sigurðsson náði frábærum árangri í Bakgarður 101 sem fór fram í Öskjuhlíð, frá Mjölnisheimilinu, 29. apríl 2023. Bakgarður 101 er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa sem fer fram í Heiðmörk í september ár hvert.

Guðjón var á hlaupum í tæplega tvo sólarhringa en hann hljóp alls 207,7 km. Hann var í 31 klukkustund að klára þessa vegalengd – og stóð uppi sem sigurvegari.

Keppnin var með hefðbundnu sniði bakgarðshlaupa og fer eftir ákveðinni uppsetningu og reglum.

Hlaupinn var rúmlega 6,7km hringur á hverjum klukkutíma. Sá sem hljóp flesta hringi er sá eini sem klárar hlaupið og stendur uppi sem sigurvegari. Til að klára hlaupið verður viðkomandi að klára síðasta hringinn einn.

Eftir hvern hring gátu keppendur nota tímann sem er eftir af klukkutímanum til að hvílast og undirbúa sig fyrir næsta hring.

Núverandi heimsmet í Bakgarðshlaupum eru 85 hringir (569,5km), en það var sett af Harvey Lewis (USA) í Big Dog’s Backyard Ultra 2021.