Kvennalið ÍA í knattspyrnu byrjaði keppnistímabilið með látum þegar lið Sindra kom í heimsókn 1. maí. ÍA sigraði með 7 mörkum gegn engu.
Liðin eru í 2. deild sem er þriðja efsta deild Íslandsmótsins. Alls eru 11 lið í deildinni og komast 2 efstu upp í næst efstu deild þegar keppnistímabilinu lýkur næsta haust.
Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 33. mínútu og þannig var staðan í hálfleik, 1-0.
Bryndís Rún Þórólfsdóttir bætti við öðru marki fyrir ÍA á 56. mínútu og hún átti eftir að koma meira við sögu í þessum leik.
Bryndís Rún var aftur á ferðinni með öðru marki sínu í leiknum og þriðja marki ÍA á 67. mínútu. Fyrirliðinn fullkomnaði þrennuna með á 70. mínútu og kom ÍA í 4-0.
Hin þaulreynda Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði fimmta mark ÍA aðeins mínútu síðar og kjölfarið opnuðustu markaflóðgáttir hjá ÍA liðinu.
Aníta Sól Ágústsdóttir bætti við sjötta markinu á 76. mínútu og Erna Björk Elíasdóttir skoraði sjöunda mark ÍA á 76. mínútu.
Lokatölur 7-0 fyrir ÍA gegn Sindra sem er frá Höfn í Hornafirði.