Nýverið var boðið út verkefni hjá Akraneskaupstað sem snýr að endurgerð á lóðum við Brekkubæjar – og Grundaskóla.
Kostnaðaráætlun við verkið var rétt rúmlega 29 milljónir kr.
Eitt tilboð barst í verkefnið og var það um 76% yfir kostnaðaráætlun.
Fyrirtækið Bergþór ehf. bauð rétt tæplega 51 milljón kr. í verkefnið (50.891.700,-)
Á fundi skipulags- og umhverfisráðs sem fram fór 2. maí var ákveðið að hafna tilboðinu.