Fyrsti leikur karlaliðs ÍA á Íslandsmótinu verður í beinni á ÍATV í kvöld

Karlalið ÍA í knattspyrnu hefur leik á Íslandsmótinu 2023 í kvöld þegar Grindavík kemur í heimsókn á Akranes. Leikurinn fer fram á Norðurálsvellinum og hefst hann kl. 19:15. 

ÍA féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð og leikur því næst efstu deild á þessu tímabili. 

Liðinu er spáð góðu gengi og Grindvíkingum einnig. Margir telja að þessi tvö lið verði í toppbaráttunni á þessari leiktíð. 

Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá ÍATV á Youtube. Upphitun hefst kl. 18:45. 

Örn Arnarson og Sverrir Mar Smárason lýsa leiknum og Björn Þór Björnsson aðstoðar við upphitun.