Grindvíkingar kipptu ÍA liðinu niður á jörðina með 2-0 sigri

Karlaliði ÍA í knattspyrnu er spáð velgengni í sumar ef miðað er við þær spár sem hafa birst í fjölmiðlum um Lengjudeildina hjá karlaliðum.

Grindvíkingum er einnig spáð góðu gengi en liðin áttust við í gær í 1. umferð Íslandsmótsins í næst efstu deild. 

Óhætt er að segja að úrslit leiksins hafi verið vonbrigði fyrir leikmenn, þjálfara og stuðningsfólk ÍA – þar sem að Grindavík sigraði með tveimur mörkum gegn engu. 

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson kom Grindavík yfir strax á 4. mínútu eftir stór mistök í varnarleik ÍA. Hinn þaulreyndi Guðjón Pétur Lýðsson, smellti aukaspyrnu efst í þaknetið á 27. mínútu.  

Leikurinn var í beinni útsendingu á ÍATV og er hægt að sjá mörkin hér fyrir neðan.