Söngur, kaffi, kökur og kræsingar á Kaffihúsakvöldi Kórs Akraneskirkju

Kaffihúsakvöld Kórs Akraneskirkju hafa í gegnum tíðina verið einn af hápunktum í dagskrá kórsins á ári hverju. 

Þar hefur kórinn lagt áherslu á létt og skemmtilegt efni og samhliða því er boðið upp á kaffi, kökur og kræsingar að hætti kórfélaga.

Kaffihúsakvöld Kórs Akraneskirkju 2023 fer fram í kvöld, miðvikudaginn 17. maí, í Vinaminni og hefjast tónleikarnir kl.20:00. 

Miðinn kostar 2.500 kr – miðasala við innganginn.