Ársþing ÍA fór fram þann 25. apríl í Tónbergi sal Tónlistarskólans. Alls mættu 46 fulltrúar frá þeim félögum sem eru undir hatti Íþróttabandalags Akraness – en fullmannað þing er með 66 fulltrúa.
Björn Viktor Viktorsson, var þingforseti, en hann er fulltrúi ÍA í ungmennaráði Akraness.
Hrönn Ríkharðsdóttir formaður ÍA fór yfir skýrslu stjórnar. Í forföllum gjaldkera ÍA fór Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA yfir reikninga og gerið grein fyrir þeim litlu breytingum sem orðið hafa á milli ára.
Fulltrúi ÍSÍ á þinginu Garðar Svansson ávarpaði þingið og flutti kveðju stjórnar og starfsfólks ÍSÍ ásamt því að afhenda gullmerki ÍSÍ fyrir framúrskarandi störf í þágu íþrótta á Akranesi.
Marella Steinsdóttir fyrrum formaður ÍA veitti merkinu viðtöku.
ÍA þakkar Marellu fyrir sitt óeigingjarna starf í þágu íþrótta á Akranesi á sama tíma er henni óskað innilega til hamingju með gullmerki ÍSÍ
Fulltrúi UMFÍ Guðmunda Ólafsdóttir ávarpaði þingið og flutti kveðjur stjórnar UMFÍ og starfsfólki þess. Einnig var sérstaklega vakin athygli á viðburðum á vegum UMFÍ eins og landsmót 50+ sem haldið er í Stykkishólmi dagana 23.-25. júní n.k. svo og Unglingalandsmóti sem haldið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina 3-6. ágúst n.k.
Eftir veitingahlé þar sem Sundfélag Akraness sá um stórkostlegar veitingar var farið í heiðranir frá Íþróttabandalagi Akraness.
Það voru stjórnaraðilar ÍA þau Emilía Halldórsdóttir og Heiðar Mar Björnsson sem afhentu viðurkenningarinnar ásamt blómum til þeirra einstaklinga sem sem hlotið hafa tilnefningu frá aðildarfélögum og eða stjórn ÍA.
Að þessu sinni hlutu átta einstaklingar bandalagsmerki ÍA þau eru í stafrófsröð.
Daníel Þór Heimisson tilnefndur af Badmintonfélagi Akraness
Egill Guðvarður Guðlaugsson tilnefdur af Badmintonfélagi Akraness
Elín Klara Svavarsdóttir tilnefnd af stjórn ÍA
Jóhann Þór Sigurðsson tilnefndur af Golfklúbbnum Leyni
Karitas Eva Jónsdóttir tilnefnd af Badmintonfélagi Akraness
Reynir Sigurbjörnsson tilnefndur af Golfklúbbnum Leyni
Steinn Mar Helgason tilnefndur af stjórn ÍA
Þórður Emil Ólafsson tilnefndur af Golfklúbbnum Leyni
Er þeim þakkað innilega fyrir sín störf í þágu íþrótta á Akranesi og óskað innilega til hamingju með tilnefninguna.
Samfélagsskjöldur ÍA var veittur í fyrsta skiptið árið 2022 og verður árlegt hér eftir . Í ár var það verslun Einars Ólafssonar sem hlaut viðurkenningu ÍA. Feðgarnir Einar og Einar komu og veittu viðurkenningunni viðtöku.
Kosning stjórnar var auðleyst því allir aðalfulltrúar sitjandi stjórnar þar með formaðurinn gáfu áfram kost á sér og voru þau öll kjörin með lófaklappi salarins. Einn varafulltrúi stjórnar gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu vegna búferlaflutninga hún Marella Steinsdóttir, í stað hennar var kjörinn Tómas Kjartansson. Hann er boðinn velkominn til starfa í stjórn.
.