Kalman og Þjóðdansafélagið Sporið slá saman í skemmtun

Kalman, lista- og menningarfélag á Akranesi, hefur á undanförnum árum staðið fyrir fjölbreyttu menningarlífi á Akranesi. Viðburðir félagsins eru af ýmsu tagi.

Í þessari viku fer fram danssýning með þjóðdansafélaginu Sporinu í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi, miðvikudaginn 24. maí kl. 20.

Sporið, þjóðdansafélag, sýnir íslenska þjóðdansa og heldur á bilinu 20 – 30 sýningar á ári hverju. Hópurinn samanstendur af 13 – 15 danspörum, harmonikuleikurum, fiðluleikara og söngvurum. Saman hafa þau tekið þátt í margvíslegum verkefnum bæði hér innanlands sem og utanlands.

Aðgangseyrir er kr. 3.500 en kr. 3.000 fyrir Kalmansvini.
Miðasala við innganginn.