Breið nýsköpunarsetur verður með opið hús fimmtudaginn 25. maí í tengslum við Iceland Innovation week.
Breiddin á Breiðinni er nafnið á deginum en húsið opnar kl. 10 og verður fjölbreytt dagskrá allt til kl. 18.

Dagskráin er í heild sinni hér fyrir neðan.
Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar eru með starfsstöð í húsnæðinu – sem var áður einn fjölmennasti vinnustaður Akraness þegar fiskverkun var í húsinu.
Í dag eru eins og áður segir fjölbreytt starfsemi á Breiðinni og er nýsköpunarsetrið að verða einn af fjölmennari vinnustöðum Akraness.