Kvennalið ÍA á toppnum eftir góðan sigur – sjáðu mörkin hér frá ÍATV

Kvennalið ÍA í knattspyrnu heldur áfram að gera góða hluti í 2. deild Íslandsmótsins 2023. Í gær tók ÍA á móti ÍR en liðin voru fyrir leikinn í efri hluta deildarinnar. 

Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu með sannkölluðum þrumufleyg. Staðan var 1-0 í hálfleik. 

Marey Edda Helgadóttir kom ÍA í 2-0 með marki á 82. mínútu. 

ÍR náði að minnka muninn rétt fyrir leikslok þegar Lovísa Guðrún Einarsdóttir skoraði fyrir gestina. 

ÍA er í efsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 5 umferðir en þar fyrir neðan eru Haukar og ÍR. 

Næsti leikur ÍA er á Húsavík laugardaginn 10. júní þar sem að Skagakonur leika gegn liði Völsungs.