Starfsfólk Grundaskóla hjólaði á toppinn í átaksverkefni ÍSÍ

Starfsfólk Grundaskóla stóð sig vel í landskeppni fyrirtækja – og stofnana í átakinu „Hjólað í vinnuna“ sem Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland stendur fyrir. 

Grundaskóli hefur í fjölmörg ár tekið þátt með virkum hætti og sýnt í verki stuðning við umhverfisvernd og stefnu um heiluseflandi samfélag. 

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Margrét Þorvaldsdóttir, kennari við Grundaskóla. 

Alls tóku 75 starfsmenn þátt í ár og nýttu virkan og umhverfisvænan ferðamáta til og frá vinnu á tímabilinu 3.-23. maí s.l. 

Úrslit í keppninni voru tilkynnt í lok síðustu viku og þar tók Margrét Þorvaldsdóttir kennari við verðlaunum fyrir hönd skólans. Grundaskóli var með bestan árangur í flokki stofnana – og vinnustaða sem eru með starfsmannafjölda frá 79-129.